Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs máttu þola þriggja stiga tap fyrir North Alabama Lions í háskólaboltanum í dag, 74-71.

Það sem af er tímabili hafa Mocs unnið einn leik og tapað ellefu.

Á 37 mínútum spiluðum skilaði Sigrún Björg 9 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Sigrúnar og Mocs er þann 20. desember gegn UNC Asheville Bulldogs.

Tölfræði leiks