Framherji KR Shawn Glover er sagður vera á leið til Blackwater Bossing á Filippseyjum. Samkvæmt heimildunum er Shawn með opinn samning við KR sem geri honum kleift að yfirgefa Vesturbæjarliðið og ganga til liðs við Blackwater um leið og hann fær tilskilin atvinnuleyfi í landinu.

Shawn hefur það sem af er tímabili verið einn af betri leikmönnum Subway deildarinnar, skilað 22 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í 10 leikjum fyrir KR.