Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta máttu þola tap með minnsta mun mögulegum í dag fyrir toppliði UAV Arad í rúmensku úrvalsdeildinni, 68-67.

Það sem af er tímabili hafa Phoenix unnið þrjá leiki og tapað fimm, en þær eru í 8. sæti úrvalsdeildarinnar.

Á rúmum 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 12 stigum, 9 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Söru og Phoenix er annar leikur gegn UAV Arad þann 6. desember.

Tölfræði leiks