Róbert Sean Birmingham og Baskonia lögðu Raisan Pas Pielagos í EBA deildinni á Spáni í dag, 56-87.

Baskonia er sem áður í efsta sæti deildarinnar með tíu sigra og tvö töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 10 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Róbert Sean fimm stigum.

Næsti leikur Róberts Sean og Baskonia er þann 8. desember gegn Becedo Santander.

Tölfræði leiks