Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons héldu sigurgöngu sinni áfram í bandaríska háskólaboltanum er þær lögðu Davenport University í kvöld, 85-57.

Það sem af er tímabili hefur liðið unnið alla sjö leiki sína.

Á 29 mínútum spiluðum skilaði Ragnheiður 7 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og 2 vörðum skotum.

Næsti leikur Ragnheiðar og Tritons er annað kvöld gegn Rockhurst.

Tölfræði leiks