Njarðvík lagði ÍR í kvöld heima í Ljónagryfjunni í Subway deild karla, 109-81. Eftir leikinn er Njarðvík í 3.-6. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Grindavík, Valur og Tindastóll. ÍR er í 9.-10. sætinu með 6 stig líkt og Stjarnan.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Karfan spjallaði við Benedikt Guðmundsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni. Næsti leikur beggja liða er á milli jóla og nýárs. Þann 28. desember tekur ÍR á móti Vestra, en degi seinna, þann 29. desember mætir Njarðvík liði Keflavíkur í innansveitarkronikunni.

Viðtal / SBS