Njarðvík lagði Fjölni í kvöld með minnsta mun mögulegum 89-88 í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna. Fjölnir er því úr leik, en Njarðvík eru komnar áfram í fjögurra liða úrslitin.

Aliyah A’taeya Collier var atkvæðamest fyrir Njarðvík í leiknum með 42 stig og 17 fráköst. Þá bætti Lavína Joao Gomes De Silva við 18 stigum og 15 fráköstum.

Fyrir gestina úr Grafarvogi var það Aliyah Daija Mazyck sem dró vagninn með 34 stigum og 8 fráköstum. Henni næst var Sanja Orozovic með 14 stig og 10 fráköst.

Hinir þrír leikir 8 liða úrslitanna fara fram á morgun, en mögulegir mótherjar Njarðvíkur í undanúrslitunum eru enn ÍR, Haukar, Breiðablik, Hamar/Þór, Stjarnan eða Snæfell.

Undanúrslitin verða þó ekki leikin fyrr en á nýju ári. Næsti leikur Fjölnis er í Subway deildinni komandi miðvikudag 15. desember gegn heimakonum í Grindavík, en þar sem að næsta leik Njarðvíkur gegn Skallagríms hefur verið aflýst, eiga þær ekki leik samkvæmt skipulaginu fyrr en þann 29. desember gegn Keflavík.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Jón Björn)