Topplið Njarðvíkur lagði Val í kvöld í Origo Höllinni í Subway deild kvenna, 60-69.

Eftir leikinn er Njarðvík í efsta sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Valur er í 3. sætinu með 14 stig

Njarðvík leiddi í leik kvöldsins frá upphafi til enda. Voru 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 9-18 og voru 11 stigum yfir þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 25-36. Munurinn hélst svo áfram í upphafi seinni hálfleiksins, en eftir þrjá leikhluta munar enn 10 stigum, 41-51.

Atkvæðamestar heimakvenna í leiknum voru Ameryst Alston með 26 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Ásta Júlía Grímsdóttir með 12 stig og 11 fráköst.

Fyrir Njarðvík var Aliyah A’taeya Collier atkvæðamest með 21 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá bætti Diane Diéné Oumou við 12 stigum og 9 fráköstum

Bæði lið leika næst komandi miðvikudag 8. desember. Njarðvík fær Breiðablik í heimsókn á meðan að Valur heimsækir Keflavík.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Guðlaugur Ottesen)