Haukar lögðu Skallagrím nokkuð örugglega í kvöld í Ólafssal í fyrstu deild karla, 109-71. Eftir leikinn eru Haukar í efsta sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Skallagrímur er í 7. sætinu með 10 stig.

Tölfræði leiks

Staðan í deildinni

Karfan spjallaði við Máté Dalmay þjálfara Hauka eftir leik í Ólafssal. Fer Máté yfir misjafnt gengi Hauka síðustu vikur í deild og í bikar og hversu mikilvægt það er fyrir liðið að ná í sigra í deildinni.