Martin Hermannsson og Valencia töpuðu í dag fyrir Urbas Fuenlabrada í ACB deildinni á Spáni, 88-87.

Eftir leikinn er Valencia í 6. sæti deildarinnar með 7 sigra og 5 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 3 stigum, frákasti og stoðsendingu.

Næsti leikur Valencia í deildinni er þann 12. desember gegn Monbus Obradoiro.

Tölfræði leiks