Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir Olipija Ljubljana í EuroCup, 85-97.

Eftir leikinn er Valencia í 4. sæti b riðils keppninnar með fjóra sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Á 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 10 stigum, frákasti og 3 stoðsendingum, en hann var framlagshæstur leikmanna Valencia í leiknum.

Næsti leikur Martins og Valencia í keppninni er þann 6. janúar gegn Bursaspor.

Tölfræði leiks

This image has an empty alt attribute; its file name is 3-1-1024x171.png