Lykilleikmaður 11. umferðar Subway deildar karla var leikmaður Stjörnunnar Robert Turner.
Í gífurlega sterkum endurkomusigri Stjörnumanna gegn grönnum sínum úr Breiðablik var Robert besti leikmaður vallarins. Á tæpum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 43 stigum, 11 fráköstum, 5 stoðsendingum, 4 stolnum boltum og vörðu skoti. Þá var skotnýting hans flott í leiknum, var 60% í heildarskotnýtingu og 5 af 9, eða 56% fyrir utan þriggja stiga línuna. Gífurlega skilvirk frammistaða sem gaf honum 51 framlagstig fyrir leikinn, sem er það hæsta sem leikmaður hefur fengið fyrir leik í deildinni það sem af er tímabili.

Lykilleikmenn:
- umferð – Shawn Derrick Glover / KR
- umferð – Hilmar Pétursson / Breiðablik
- umferð – Ronaldas Rutkauskas / Þór
- umferð – David Okeke / Keflavík
- umferð – Kristófer Acox / Valur
- umferð – Daniel Mortensen / Þór
- umferð – Sigvaldi Eggertsson / ÍR
- umferð – Kristófer Acox / Valur
- umferð – Everage Lee Richardson / Breiðablik
- umferð – Hörður Axel Vilhjálmsson / Keflavík
- umferð – Robert Eugene Turner III