Leikir Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway deildum karla og kvenna hafa verið færðir og munu liðin nú mætast komandi fimmtudag í Keflavík, karlaleikurinn á undan kl. 17:45 og kvennaleikurinn beint á eftir kl. 20:15.

Tilkynning:

Tvíhöfði Keflavíkur og Njarðvíkur hefur verið færður af miðvikudeginum 29. desember til fimmtudagsins 30. desember. Einnig hefur leikjunum verið víxlað, þannig að leikur karlaliða Keflavíkur og Njarðvíkur verður kl. 17:45 og leikur kvennaliða félaganna verður kl. 20:15.