Valur lagði Íslandsmeistara Þórs í kvöld í Subway deild karla, 86-75.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Lárus Jónsson þjálfara Þórs eftir leik í Origo Höllinni.

Ég ætla að fullyrða að það hafi verið talsvert andleysi yfir þessu hjá ykkur í kvöld…að það hafi verið stærsta vandamálið?

Jájá…maður kannski bjóst alveg eins við því að menn yrðu ekkert alveg á fullu til að byrja með…

…smá pása á milli umferða og svona…?

…jújú og fyrsti leikhluti var rólegur…14-12 eða hvað…

Já það er rétt, þetta var frekar vont bara…en góðar varnir samt?

Já! En svo fannst mér við ná að opna þá svolítið í öðrum leikhluta. Vorum bara þokkalega ánægðir í hálfleik, spiluðum fína vörn og vorum einhverjum stigum yfir…en svo í þriðja leikhluta náði Valur yfirhöndinni, og svo var það auðvitað smá vendipunktur þegar Mortensen dettur út…

Jájá…það er betra að hafa hann, það er ljóst…

Það er það, það er stigið undir hann og í staðinn fyrir að það er dæmt á það og við fáum vítaskot fara Valsmenn í hraðaupphlaup…

Já, þetta var helvíti fúlt. En nú var það ekki bara málið, lentuð þið ekki bara í vandræðum með að svara frábærri vörn Valsmanna?

Jújú, við lentum svo í vandræðum, þeir voru að skipta á skrínum og við náðum ekki að refsa þeim, við komumst ekkert inn í teiginn, náðum ekki að posta, náðum ekki að dræva inn í teiginn eða kötta…þá varð þetta svolítið stirt hjá okkur, menn eitthvað að reyna að drippla og finna einhverjar smugur sem voru ekki til staðar.

Einmitt, og þá er erfitt að peppa upp einhverja stemmningu sem kannski var ekki mjög mikið af í kvöld…

Neinei…Emil setti þarna einhverja tvo þrista á kafla sem hélt okkur aðeins inn í þessu en svo undir lok leiksins fannst mér við vera að flýta okkur aðeins of mikið, það var ekki það mikill munur, bara með smá skynsemi hefðum við getað unnið leikinn. Þegar 5 mínútur eftir vorum við svolítið farnir að hengja haus…

Já, akkúrat sko, hálfgerður uppgjafartónn í þessu hjá ykkur…

Einmitt…reyndum vissulega aðeins en vantaði eitthvað upp á stemmninguna.

Jájá. Nú var Raggi Braga ekki með, hvað er að frétta af honum?

Hann var bara með gubbupest…

Jájá! Bara að selja upp heima, gott að það er ekki verra en það.

En ef við horfum á heildarmyndina í lokin, þetta er vissulega bara einn leikur og lið vinna sjaldan alla leiki…og þú hlýtur að vera bara ágætlega sáttur með hvernig þetta tímabil hefur farið af stað eða hvað?

Jújú, og það er bara mjög gott að lenda í mótlæti…svona ef við lærum af því!

Akkúrat. Eitt að lokum, nú kom Tómas Valur inn í byrjunarliðið, væntanlega útaf því að hann á það skilið…

Já, hann er búinn að vera góður á æfingum…

…og líka búinn að skila sínum mínútum vel hingað til…En mig langar að spyrja þig, hversu góður er þessi gaur??

Miðað við aldur þá er hann bara rosalega góður…og mér fannst hann bara standa sig vel. Hann var að setja skotin sín í dag ég mér fannst hann líka vera góður varnarlega. Hann fékk alveg ærið verkefni, hann var að dekka á tímabili Pablo og Kára og þetta eru engir aukvisar, hann stóð sig bara vel strákurinn.

Já, mjög góður í fyrri hálfleik, en kannski lítið að frétta af honum eins og öllum í þeim síðari…

Jájá, hann er kannski ekki kominn á þann stað að draga liðið þegar gengur illa!

Neinei auðvitað ekki! En það er augljóslega enginn ástæða til að fara á límingunni þó að þessi leikur hafi farið svona?

Neinei, alls ekki, það er bara KR á fimmtudaginn og það er bara næsta verkefni…

Jájá…og það skapar kannski bara eitthvað extra fyrir næsta leik að þurfa að takast á við þetta mótlæti núna…

…allir leikmenn sem tapa vilja auðvitað vinna næsta leik og það er auðveldara að mótívera lið sem hefur tapað…

Einmitt. Það er bara í eðli mannsins…

Ef þú vilt vera sigurvegari, þá er það bara svoleiðis.

Sagði Lalli… og ef við hefðum haldið áfram að spjalla hefðum við sennilega að lokum komist að því í eitt skipti fyrir öll hver tilgangur lífsins er…