Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers lið Boston Celtics nokkuð örugglega, 102-117.

Atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum var LeBron James með 30 stig og þá bætti Russell Westbrook við 24 stigum, 11 stoðsendingum og Anthony Davis 17 stigum og 16 fráköstum.

Fyrir Celtics var Jayson Tatum nánast sá eini með lífsmarki, skilaði 34 stigum og 8 fráköstum.

Það helsta úr leik Celtics og Lakers:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics 102 – 117 Los Angeles Lakers

Brooklyn Nets 102 – 99 Dallas Mavericks

New York Knicks 121 – 109 San Antonio Spurs