Haukar hafa samið við Keira Robinson um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild kvenna.

Mun Keira koma í stað Haiden Denise Palmer sem yfirgaf liðið á dögunum.

Keira ætti að vera íslenskum körfuknattleiksaðdáendum kunn, en hún lék tvö tímabil fyrir Skallagrím í úrvalsdeildinni 2019-21, þar sem hún skilaði 23 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik á því seinna, 2020-2021.

Keira mun verða lögleg með Haukum í fyrsta leik á nýju ári, eftir að leikmannaglugginn opnar aftur.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og Keira Robinson hafa náð samkomulagi um að Keira klári tímabilið með Haukum í Subway deild kvenna. Keira er körfuknattleiksfólki ekki ókunn en hún spilaði tvö tímabil með Skallagrími 2019-2021 og varð til að mynda bikarmeistari með liðinu. Á yfirstandandi leiktíð spilaði hún með UCAM Murcia CB í ACB deildinni á Spáni. Á seinna árinu hjá Skallagrími var Keira að skila 23 stigum, 8 fráköstum og 4.6 stoðsendingum.Keira kemur til með að leysa Heiden Palmer af hólmi, sem óskaði eftir því að rifta samningi sínum við Hauka, og verður hún klár í fyrsta leik á nýju ári.Haukar bjóða Keiru velkomna til félagsins.