Nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway deild kvenna, sem fara átti fram í Blue-höllinni þann 30. desember næstkomandi, hefur verið frestað vegna einangrunar og sóttkvíar leikmanna. Þetta kemur fram í pósti frá KKÍ til fjölmiðlamanna nú fyrir skemmstu. Nýr leiktími verður ákveðinn eftir áramót.