Jón Axel Guðmundsson og Fortitudo Bologna máttu þola tap í dag fyrir grönnum sínum toppliði Virtus Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni, 76-70.

Eftir leikinn eru Fortitudo Bologna í 16. sæti deildarinnar með þrjá sigra og níu töp það sem af er tímabili.

Jón Axel hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum, en á 14 mínútum spiluðum skilaði hann tveimur fráköstum og tveimur stoðsendingum.

Næsti leikur Jóns Axels og Bologna er á öðrum degi jóla gegn Sassari.

Tölfræði leiks