Íslandsmeistarar Þórs kjöldrógu Tindastól í kvöld í Subway deild karla, 66-109.

Eftir leikinn eru Þórsarar í efsta sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Keflavík, sem þó á leik til góða. Tindastóll er hinsvegar í 4.-6. sætinu með 12 stig líkt og Grindavík, Valur og Njarðvík.

Atkvæðamestur fyrir Þór í leiknum var Glynn Watson með 25 stig, 5 fráköst, 12 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Þá bætti Daniel Mortensen við 14 stigum og 8 fráköstum.

Fyrir heimamenn í Tindastól voru Javon Bess og Taiwo Badmus bestir. Javon með 16 stig, 5 fráköst og Taiwo 15 stig og 5 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst á milli jóla og nýárs. Þór tekur á móti Grindavík þann 27. desember í baráttu um suðurströndina ogTindastóll heimsækir Þór á Akureyri degi seinna, þann 28. desember í baráttunni um norðurlandið.

Tölfræði leiks