Leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins Isabella Ósk Sigurðardóttir mun samkvæmt heimildum Körfunnar snúa til baka á parketið á morgun er lið hennar mætir Skallagrím í Smáranum í Subway deild kvenna.

Isabella hefur lítið sem ekkert náð að taka þátt þetta tímabilið eftir að hafa meiðst í byrjun Íslandsmótsins, en á síðasta tímabili skilaði hún 11 stigum og 14 fráköstum að meðaltali í 21 leik með Breiðablik.

Breiðablik er sem stendur í 7. sæti Subway deildarinnar með aðeins einn sigur úr fyrstu níu umferðunum.