Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit VÍS bikarkeppninnar sem fara fram þann 12.-13. janúar 2022.

Í undanúrslitum karla mætir Keflavík liði Stjörnunnar og Valur mætir Þór.

Munu leikirnir fara fram þann 12. janúar 2022.

Karfan ræddi við Hjalta Þór Vilhjálmsson þjálfara Keflavíkur eftir að dregið var, en hans menn lögðu Hauka í gærkvöldi í átta liða úrslitunum. Talar Hjalti um það Keflavík muni bæta við leikmanni í stað miðherjans David Okeke, en hann meiddist illa í deildarleik félagsins gegn Tindastól á dögunum.