Haukur Helgi Pálsson er mættur á parketið á nýjan leik en hann klukkaði sínar fyrstu mínútur í Subwaydeildinni í kvöld þegar Njarðvík valtaði yfir Vestra. Lokatölur 98-69 í leik þar sem Njarðvíkingar voru við stýrið frá upphafi til enda.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hauk Helga Pálsson leikmann Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni, en þetta var hans fyrsti leikur í 9 mánuði og sá fyrsti fyrir Njarðvík síðan 2015.