Fyrr í vikunni tilkynnti Njarðvík að leikmaður þeirra Haukur Helgi Pálsson myndi leika sinn fyrsta leik fyrir þá í Subway deild karla gegn Vestra.

Haukur hefur vegna meiðsla ekki leikið síðan hann var með Morabanc Andorra í ACB deildinni á Spáni á síðasta tímabili, en hann samdi við Njarðvík nú í sumar.

Við tilefnið tók félagið viðtal við Hauk um hvernig það er að koma til baka, Njarðvík og vonir hans fyrir framtíðinni í Ljónagryfjunni.