Haukar mæta heimakonum í Brno í Tékklandi í dag í lokaleik sínum í riðlakeppni FIBA EuroCup.

Eftir að hafa á glæsilegan hátt tryggt sig í riðlakeppni mótsins hafa úrslitin ekki verið að detta með Haukum í keppninni, en þær hafa til þessa tapað öllum fimm leikjum sínum.

Hérna er heimasíða mótsins

Heimaleikur Hauka gegn Brno fór fram fyrir rúmum mánuði síðan, en þar þurftu heimakonur að láta í minni pokann með 61 stigi gegn 80.

Leikur dagsins hefst kl. 16:00 og verður í beinni útsendingu á YouTube síðu FIBA hér fyrir neðan.

Hérna verður lifandi tölfræði frá leiknum