Haukar máttu þola tap í kvöld í lokaleik sínum í riðlakeppni EuroCup fyrir Brno í Tékklandi, 60-53.

Haukakonur mættu sterkar til leiks í dag. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 10 stigum, 15-25. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Brno þó að koma leiknum í jafnvægi, munurinn þrjú stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 26-29. Brno nær svo að vera skrefinu á undan í upphafi seinni hálfleiksins, eru 3 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 44-41. Í honum gera þær svo nóg til að leggja Hauka að lokum með 7 stigum, 60-53.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Bríet Sif Hinriksdóttir með 18 stig og 2 fráköst. Þá bætti Lovísa Björt Henningsdóttir við 8 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Upptaka af leiknum: