Hákon Örn Hjálmarsson og Bingahmton Bearcats lögðu Oneonta State Red Dragons í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 55-79.

Það sem af er tímabili hafa Bearcats unnið þrjá leiki og tapað sex.

Á 19 mínútum spiluðum skilaði Hákon Örn 15 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Næsti leikur Hákons og Bearcats er þann 22. desember gegn Niagra Purple Eagles.

Tölfræði leiks