Haden Denise Palmer hefur yfirgefið Subway deildar lið Hauka samkvæmt heimildum Körfunnar.

Í sjö leikjum með Haukum á þessu tímabili í Subway deildinni skilaði Haiden 10 stigum, 10 fráköstum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Haukar eru sem stendur í 4. sæti deildarinnar með fjóra sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Ekki er ljóst hvort eða hvaða leikmann Haukar munu taka inn í stað Haiden, en leikmannamarkaðurinn opnar ekki aftur fyrr en nú í janúar. Næsti leikur Hauka er hinsvegar þann 29. desember þegar liðið tekur á móti Breiðablik í Ólafssal.