Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í kvöld fyrir Crailsheim Merlins í FIBA Europe Cup, 91-86.

Giants eru eftir leikinn í 4. sæti J riðils með tvö töp úr fyrstu tveimur leikjum annarar umferðar keppninnar.

Elvar Már var atkvæðamesti leikmaður vallarins í kvöld, skilaði 22 stigum, 5 fráköstum, 9 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Giants í keppninni er gegn toppliði riðilsins Reggio Emilia þann 12. janúar.

Tölfræði leiks