Unglingaráð Fjörheima í Reykjanesbæ hefur sett sér það markmið að reisa körfuboltavöll til minningar um körfuboltamanninn Örlyg Aron Sturluson, en stefnan er að hann verði vígður á afmælisdegi Ölla þann 21. maí 2022. Til þess að standa straum af kostnaði við að reisa völlinn hafa Fjörheima sett af stað söfnun á Karolinafund.

Markmiðið er að safna 3,5 milljónum. Fjármagnið yrði notað til þess að festa kaup á körfuboltavellinum, sem verður með plastundirlagi af nýjustu gerð – en slíkir vellir eru vinsælir víða á skólalóðum og leiksvæðum ungmenna. Ásamt vellinum er það hugmynd unglingaráðsins að koma fyrir lítilli áhorfendastúku.

Hérna er hægt að lesa meira og styrkja verkefnið