Fjölnir lagði Skallagrím í kvöld í Borgarnesi í Subway deild kvenna, 70-105.

Eftir leikinn er Fjölnir í 2. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Skallagrímur er í 8. sætinu, enn án stiga eftir fyrstu 10 leiki sína.

Atkvæðamest fyrir heimakonur í Skallagrím í leiknum var Nikola Nedoroščíková með 18 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Þá bætti Breana Destiny Bey við 17 stigum og 8 fráköstum.

Fyrir gestina úr Grafarvogi var það Dagný Lísa Davíðsdóttir sem dró vagninn með 25 stigum, 12 fráköstum og Aliyah Daija Mazyck var með 6 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar.

Fjölnir á leik næst komandi laugardag 11. desember í VÍS bikarnum gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni, en Skallagrímur leikur næst eftir viku, í Subway deildinni, miðvikudag 15. desember gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni.

Tölfræði leiks