Fjölnir lagði Grindavík í kvöld í HS Orku Höllinni í Grindavík í Subway deild kvenna, 96-111.

Eftir leikinn er Fjölnir í öðru sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Grindavík er í 6. sætinu með 4 stig.

Leikur kvöldsins var lengi vel í nokkru jafnvægi. Eftir fyrsta leikhluta voru gestirnir úr Grafarvogi 7 stigum yfir, 20-27. Þegar í hálfleik var komið hafði það snúist við og var Grindavík með 3 stiga forskot þegar að liðin héldu til búningsherbergja, 46-43. Fjölnir tekur svo aftur frammúr í upphafi seinni hálfleiksins og eru 4 stigum á undan eftir þrjá leikhluta, 76-80. Í lokaleikhlutanum nær Fjölnir svo að lokum að tryggja sér nokkuð öruggan 15 stiga sigur, 96-111.

Atkvæðamestar fyrir Grindavík í kvöld voru Robbi Ryan með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar og Hekla Eik Nökkvadóttir með 20 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar.

Fyrir Fjölni var Sanja Orozovic best með laglega þrennu, 44 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar. Næst henni var Iva Bosnjak með 29 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.

Næsti leikur Fjölnis í deildinni er þann 30. desember heima í Dalhúsum gegn Val. Leikur kvöldsins var hinsvegar sá síðasti sem Grindavík leikur á árinu, en næst taka þær á móti Val í HS Orku Höllinni þann 5. janúar 2022.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt)