Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit VÍS bikarkeppninnar sem fara fram þann 12.-13. janúar 2022.

Í undanúrslitum karla mætir Keflavík liði Stjörnunnar og Valur mætir Þór.

Munu leikirnir fara fram þann 12. janúar 2022.

Karfan ræddi við Finn Frey Stefánsson þjálfara Vals eftir að ljóst var að hans menn myndu mæta Íslandsmeisturum Þórs í undanúrslitunum. Valur tryggði sér farseðilinn í undanúrslitin með eins stig sigri á bikarmeisturum Njarðvíkur í gær.