Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu Liege í dag í BNXT deildinni í Belgíu, 87-66.

Eftir leikinn eru Giants í öðru sæti deildarinnar með 9 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.

Á rúmri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Elvar Már 6 stigum, 4 fráköstum, 9 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Elvars og Giants í deildinni er þann 7. janúar gegn Mechelen.

Tölfræði leiks