Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í dag fyrir Leuven Bears í BNXT deildinni í Belgíu, 68-88.

Eftir leikinn eru Giants í öðru sæti deildarinnar með sjö sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Á 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 15 stigum, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Elvars og Giants er þann 22. desember gegn Brussels.

Tölfræði leiks