Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants kjöldrógu Phoenix Brussels í kvöld í BNXT deildinni í Belgíu, 65-103.

Eftir leikinn eru Giants í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.

Á um 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 15 stigum, 8 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Elvars og Giants er á annan í jólum gegn Liege.

Tölfræði leiks

This image has an empty alt attribute; its file name is 3-1-1024x171.png