Keflavík hefur samið við Darius Tarvydas um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.

Darius er 30 ára, 200 cm lithái sem síðast lék fyrir Challans í Frakklandi, en áður hefur hann leikið fyrir önnur félög þar, sem og í heimalandinu Litháen.

Darius lék á sínum tíma fyrir undir 20 ára lið Litháen og hefur síðan verið í 3 á 3 landsliði þeirra.

Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur mun Darius koma til liðsins þann 3. janúar og verða kominn með leikheimild fyrir næsta leik þeirra sem er gegn Vestra komandi fimmtudag 6. janúar.