Dagur Kár Jónsson og Ourense máttu þola tap fyrir Ponferrada í Leb Plata deildinni á Spáni í dag, 74-71.

Eftir leikinn er Ourense í 2.-3. sæti deildarinnar með 7 sigra og 3 töp það sem af er líkt og Cantabria.

Á tæpri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Dagur Kár 10 stigum, frákasti og stoðsendingu.

Næsti leikur Dags og Oursense er þann 22. desember gegn Marbella.

Tölfræði leiks