Dagur Kár Jónsson og Ourense lögðu Marbella í kvöld í Leb Plata deildinni á Spáni, 71-63.

Eftir leikinn eru Ourense í 2.-3. sæti deildarinnar með átta sigra og þrjú töp líkt og Cantabria.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum skilaði Dagur Kár 14 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var framlagshæstur í liði Ourense í leiknum.

Næsti leikur Dags og Ourense er þann 29. desember gegn Cantabria.

Tölfræði leiks

This image has an empty alt attribute; its file name is 3-1-1024x171.png