Covid 19 smit í leikmannahópi Njarðvíkur – Leik fimmtudagsins frestað

Leik Stjörnunnar og Njarðvíkur sem fara átti fram á fimmtudaginn í Subway deild karla hefur verið frestað vegna Covid-19 smits í leikmannahópi Njarðvíkur.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram.