Breiðablik vann mikilvægan sigur á heimamönnum á Vestra í Úrvalsdeild karla í kvöld, 100-89.

Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik þá stungu gestirnir úr Kópavogi af í þriðja leikhluta sem þeir unnu 32-20. Mest náðu þeir 22 stiga forustu áður en heimamenn náðu að minnka muninn aðeins í lokafjórðungnum.

Julio De Assis var stigahæstur heimamanna með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Marko Jurica kom næstur með 18 stig og Vestfjarðatröllið Nemanja Knezevic skilaði 16 stigum og 14 fráköstum.

Hjá Breiðablik var Danero Thomas á eldi en hann setti niður 7 þriggja stiga körfur og skoraði 26 stig alls. Hinn síungi Everage Richardson átti ekki síðri leik en hann endaði með myndarlega þrennu eða 25 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins