Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers lögðu Emporia State í framlengdum leik í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 78-76.

Leikurinn var sá sjötti sem Tigers vinna í röð, en þeir hafa enn ekki tapað leik það sem af er tímabili.

Á 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Bjarni Guðmann 2 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Tigers er mánudag 6. desember gegn Avila University.

Tölfræði leiks

  • ESPN Player mun sýna yfir 2000 leiki í vetur
  • Fylgstu með með því að gerast áskrifandi hér: https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Öllum nýjum áskriftum fylgir 7 daga frí prufa
  • ESPN Player smáforritið er aðgengilegt á spjaldtölvum, símum og Android Tv
  • ESPN Player er aðeins á ensku