Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers unnu sinn áttunda leik í röð í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum er liðið lagði Nebraska Kearney, 64-46.

Það sem af er tímabili hafa Tigers unnið alla átta leiki sína.

Bjarni hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum, en á 21 mínútu spilaðri skilaði hann 3 fráköstum og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Bjarna og Tigers er þann 17. desember gegn Central Oklahoma.

Tölfræði leiks