Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit VÍS bikarkeppninnar sem fara fram þann 12.-13. janúar 2022.

Í undanúrslitum karla mætir Njarðvík liði Hauka og Snæfell mætir Breiðablik.

Munu leikirnir fara fram þann 13. janúar 2022.

Karfan ræddi við Baldur Þorleifsson þjálfara Snæfells eftir að ljóst var að þær mæta Breiðablik í undanúrslitunum. Snæfell er eina liðið úr fyrstu deildinni í undanúrslitum karla og kvenna og má því ætla að það verði á brattann að sækja fyrir liðið.