Andrée Fares Michelsson og Rendsburg Twisters lögðu Bergedorf Stargazers á dögunum í 1.Regionalliga í Þýskalandi, 79-83.

Eftir leikinn eru Twisters í 7. sæti deildarinnar með sjö sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Andrée 25 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Andrée og Twisters er þann 8. janúar gegn Rasta Vechta.

Tölfræði leiks

This image has an empty alt attribute; its file name is 3-1-1024x171.png