Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit VÍS bikarkeppninnar sem fara fram þann 12.-13. janúar 2022.

Í undanúrslitum karla mætir Njarðvík liði Hauka og Snæfell mætir Breiðablik.

Munu leikirnir fara fram þann 13. janúar 2022.

Karfan ræddi við Aliyah Collier leikmann Njarðvíkur eftir að ljóst var að þær myndu mæta Haukum í undanúrslitunum. Aliyah og Njarðvík lögðu Fjölni á dögunum í spennandi leik í átta liða úrslitunum.