Alexandra Eva í Grindavík

Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Subway deild kvenna, en liðið hefur fengið Alexöndru Evu Sverrisdóttur til liðs við sig frá Stjörnunni.

Alexandra er tvítugur bakvörður, uppalin í Njarðvík en hefur einnig spilað með Stjörnunni og KR hér á landi. Á síðasta tímabili lék Alexandra með Stjörnunni í 1. deild kvenna og skoraði tæp 16 stig að meðaltali í leik fyrir félagið.