Í kvöld var leikið í 1. deild karla. Á Flúðum mættu Hrunamenn nágrönnum sínum frá Selfossi.

Selfyssingar unnu glæstan sigur á Haukum í síðustu umferð en féllu úr leik í bikarkeppninni gegn besta liði landsins um þessar mundir, Þór Þorlákshöfn. Hrunamenn steinlágu fyrir Skallagrími í Borgarnesi á þriðjudagskvöld og það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins gegn Selfyssingum að það átti að gera betur nú.

Hrunamenn skoruðu 92 stig gegn 71 stigi Selfyssinga.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Yngva Freyr Óskarsson leikmann Hrunamanna eftir leik á Flúðum. Yngvi átti glimrandi leik fyrir Hrunamenn í kvöld, var með 26 stig og 12 fráköst á tæpri 31 mínútu spilaðri.

Viðtal / Karl Hallgrímsson