Tindastóll lagði Njarðvík í kvöld í 5. umferð Subway deildar karla, 74-83.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-7. sæti deildarinnar með þrjá sigra.

Gangur leiks

Gestirnir frá Sauðárkróki byrjuðu leik kvöldsins mun betur. Leiða eftir fyrsta leikhluta með 12 stigum, 16-28. Undir lok fyrri hálfleiksins vaknar Njarðvík til lífsins og nær að vinna niður muninn hægt og rólega. Þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er Tindastóll þó stigi á undan, 40-41.

Stgahæstir í fyrri hálfleik voru Nicolas Richotti fyrir Njarðvík með 9 stig og Javon Bess fyrir Tindastól með 12 stig.

Leikurinn er svo í járnum í upphafi seinni hálfleiksins, lítið munar á liðunum í þeim þriðja, en fyrir lokaleikhlutann er staðan 62-65. Í fjórða leikhluta keyra gestirnir aftur framúr og ná að lokum að sigla nokkuð öruggum 9 stiga sigur í höfn, 74-83.

Kjarninn

Tindastóll var sterkari aðilinn lengst af í leiknum. Hleypa heimamönnum reyndar í nokkur skipti inn í leikinn, en ná þá þá merkilega oft að ná í stopp og sigla aftur framúr. Fá jafna oggóða frammistöðu frá öllum helstu lykilmönnum sínum í kvöld. Mikilvægt fyrir liðið að ná í þennan sigur gegn sterku Njarðvíkurliði í kvöld í ljósi tveggja erfiðra tapa sem liðið mátti þola í deild og bikar í síðustu viku.

Að sama skapi er hægt að segja að Njarðvík hafi ekki fengið það sem þeir þurftu frá sínum bestu leikmönnum þrátt fyrir að hafa tapað tveimur síðustu deildarleikjum. Þeirra sjötti og sjöundi, Ólafur Helgi og Maciek áttu þó báðir fínar innkomur af bekknum. Þriðja tap þeirra í röð og ef það er ekki hægt að segja að viðvörunarbjöllurnar séu farnar í gang, þá hljóta þær að gera það á einhverjum tímapunkti í náinni framtíð ef gengið fer ekki að lagast.

Atkvæðamestir

Fotios Lampropoulos var atkvæðamestur í liði heimamanna í kvöld með 18 stig og 8 fráköst. Fyrir gestina frá Sauðárkróki var Javon Bess með 22 stig og 3 fráköst.

Hvað svo?

Tindastóll á leik næst komandi fimmtudag 11. nóvember gegn Vestra heima á Sauðárkróki. Njarðvík eru hinsvegar búnir með sinn leik í þessari umferð, en eiga leik næst þann 18. nóvember gegn Breiðablik heima.

Tölfræði leiks

Myndasafn (SBS)