Þór Akureyri hefur samið við bandaríska miðherjann Ionna McKenzie. Liðið tilkynnti þetta fyrr í dag. Hún mun þá styrkja liðið ennþá meira, en Þórsarar eru upp við hlið ÍR í toppslagnum í 1. deild kvenna.

Ionna McKenzie er 25 ára gömul og 187 centímetra há. Hún hefur spilað m.a. í litháensku úrvalsdeildinni, efstu deild í Kósovó og spilaði í háskóladeildinni með Texas Tech Red Raiders.

Akureyringar hafa samið við hana út tímabilið og binda vonir við að henni líði vel hjá þeim fyrir norðan.

Tilkynninguna hjá Þór Akureyri má finna hér.