Ísland hefur leik í kvöld í undankeppni HM 2023 með leik gegn Hollandi í Almere.

Ásamt Hollandi er Ísland í riðli með sterkum þjóðum Rússlands og Ítalíu, en næsti leikur Íslands er svo komandi mánudag 29. nóvember gegn Rússlandi í Sankti Pétursborg.

Hérna er heimasíða mótsins

Leikurinn í kvöld gegn Hollandi hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV2.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn það verða sem verða á skýrslu Íslands í kvöld.

Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021:

Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56)
Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7)
Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13)
Kári Jónsson · Valur (22)
Kristinn Pálsson · Grindavík (23)
Kristófer Acox · Valur (44)
Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (46)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47)
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14)
Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64)